Skilanefnd / bráðabirgðastjórn

Þann 21. mars sl. vék Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON frá og skipaði skilanefnd yfir bankann. Um leið fól Fjármálaeftirlitið Nýja Kaupþing Banka hf. að annast innlánsskuldbindingar bankans skv. nánari lýsingu, sjá hér. Með lögum nr. 44/2009 um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var skilanefnd breytt í bráðabirgðastjórn, sem hefur sömu hlutverkum að gegna og skilanefnd.

Slitastjórn

Í júní sl. rann skeið bráðabirgðastjórnar á enda, í samræmi við 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 23. júní sl. féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á beiðni bráðabirgðastjórnar SPRON um skipun slitastjórnar. Hlutverk slitastjórnar er að gæta hagsmuna kröfuhafa SPRON með því að gæta að eignum félagsins og hámarka verðmæti þeirra, og annast m.a. innköllun til kröfuhafa í samræmi við 2. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Skiptafundur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf.

15 OKTOBER 2015

Skiptafundur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. (SPRON), kt. 540502-2770, verður haldinn fimmtudaginn 15. október kl. 13:00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.

Athygli kröfuhafa er vakin á því að til viðbótar við hefðbundin málefni sem tekin eru fyrir á skiptafundum í slitabúum verða eftirfarandi málefni tekin fyrir:

  1. Stöðugleikaskilyrði og samanburður við stöðugleikaskatt.
  2. Lausn undan ábyrgð og veiting skaðleysis.
  3. Helstu skilmálar nauðasamningsfrumvarps SPRON.
  4. Lokun fyrir framsalsskráningar.
  5. Yfirlýsing um lausn undan ábyrgð.
  6. Atkvæðagreiðsla í samræmi við 127. gr. laga nr. 21/1991, um ályktun skiptafundar vegna stöðugleikaframlags og lausnar undan ábyrgð.
  7. Atkvæðagreiðsla um ályktun skiptafundar vegna skaðleysis.
  8. Atkvæðagreiðsla um skaðleysi Seðlabanka Íslands og Íslenska ríkisins.

Rétt til setu á fundinum hafa þeir sem lýst hafa kröfu á hendur SPRON sem ekki hefur verið

endanlega hafnað eða þeir sem hafa fengið slíka kröfu framselda með lögmætum hætti.

Nánari upplýsingar er að finna á lokuðu vefsvæði fyrir kröfuhafa.

Creditors´ secure website