Skilanefnd / bráðabirgðastjórn

Þann 21. mars sl. vék Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON frá og skipaði skilanefnd yfir bankann. Um leið fól Fjármálaeftirlitið Nýja Kaupþing Banka hf. að annast innlánsskuldbindingar bankans skv. nánari lýsingu, sjá hér. Með lögum nr. 44/2009 um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var skilanefnd breytt í bráðabirgðastjórn, sem hefur sömu hlutverkum að gegna og skilanefnd.

Slitastjórn

Í júní sl. rann skeið bráðabirgðastjórnar á enda, í samræmi við 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 23. júní sl. féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á beiðni bráðabirgðastjórnar SPRON um skipun slitastjórnar. Hlutverk slitastjórnar er að gæta hagsmuna kröfuhafa SPRON með því að gæta að eignum félagsins og hámarka verðmæti þeirra, og annast m.a. innköllun til kröfuhafa í samræmi við 2. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Results of the Voting at the Composition Meeting on 16 December 2015

At the Composition Meeting which was duly convened by a notice published in the Icelandic Law and Ministerial Gazette on 27 November 2015 and held at Grand Hotel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík on Wednesday 16 December 2015 at 13:00, the Composition Proposal, which was published on 2 December 2015, was unanimously approved by Composition Creditors participating in the voting.

The results are following:

Votes by value (89% of total claims by value participated)
For: 100%
Against: 0%

Votes by number (65% of total number of creditors participated)
For: 45 (100%)
Against: 0%

Skilanefnd / bráðabirgðastjórn

Þann 21. mars 2009 vék Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON frá og skipaði skilanefnd yfir bankann. Um leið fól Fjármálaeftirlitið Nýja Kaupþing banka hf. að annast innlánsskuldbindingar bankans skv. nánari lýsingu, sjá hér. Með lögum nr. 44/2009 um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var skilanefnd breytt í bráðabirgðastjórn, sem hefur sömu hlutverkum að gegna og skilanefnd.

Slitastjórn

Í júní 2009 rann skeið bráðabirgðastjórnar á enda, í samræmi við 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 23. júlí 2009 féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á beiðni bráðbirgðastjórnar SPRON um skipum slitastjórnar. Hlutverk slitastjórnar er að gæta hagsmuna kröfuhafa SPRON með því að gæta að eignum félagsins og hámarka verðmæti þeirra, og annast m.a. innköllun til kröfuhafa í samræmi við 2. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Um SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var stofnaður 23. janúar 1932 og hóf starfsemi að Hverfisgötu 21 þann 28. apríl sama ár með tveimur starfsmönnum.  Hann flutti starfsemi sína síðar að Hverfisgötu 26 og var þar fram til ársins 1968, er hann fluttist í eigið húsnæði að Skólavörðustíg 11.  Þar voru höfuðstöðvar sparisjóðsins allt til 2002 þegar hann tók í notkun húsnæði í Ármúla 13a.

Lengi vel stundaði sparisjóðurinn aðeins hefðbundna inn- og útlánastarfsemi, enda voru starfseminni þröngar skorður settar í lögum og fór öll starfsemin fram á einum stað.  Lánveitingar til íbúðarhúsnæðis voru mikilvægasti þátturinn í útlánum sjóðsins og fjármögnunin byggðist nær alfarið á innlánum.  Árið 1982 fékk sparisjóðurinn í fyrsta sinn leyfi til að stofnsetja útibú og í september 1983 var fyrsta útibúið opnað að Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi.  Ári síðar sameinaðist SPRON sparisjóðnum Pundinu og var í kjölfarið annað útibú opnað að Hátúni 2b.  Lögunum var breytt árið 1985 sem gerði sparisjóðnum kleyft að bjóða fjölbreyttari þjónustu en áður og spannaði þjónustusviðið yfir nær alla fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Árið 2009 var SPRON með sex útibú auk starfsemi dótturfélaga, en þá hafði útibúum verið fækkað í kjölfar endurskipulagningar og hægræðingar starfseminnar.

Auk hefðbundins útibúareksturs voru innan samstæðunnar starfrækt SPRON Verðbréf, sem hélt utan um verðbréfaþjónustu, Rekstrarfélag SPRON rak verðbréfasjóði, Steinsnes hf. sá um utanumhald á ýmsum minni fjárfestingum, SPRON kort sérhæfðu sig á sviði kortaþjónustu og komu með ýmsar nýjungar á því sviði á Íslandi.  Curron hf. sinnti hugbúnaðargerð á sviði kortaþjónustu.  Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. var keyptur árið 2002, en hann sérhæfði sig á sviði húsnæðislána með lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja í byggingariðnaði. SPRON Factoring var keypt árið 2005, og þjónustar factoring viðskipti.  Netbankinn, eða nb.is, sá um fjármálaþjónustu á Internetinu. 
SPRON var stór aðili í samstarfi sparisjóðanna og var aðili að Teris (tölvumiðstöð sparisjóðanna), Icebank (Sparisjóðabankinn), Tryggingasjóði sparisjóða og var þátttakandi í ýmsum málefnum Sambands íslenskra sparisjóða.

Í upphafi var sparisjóðurinn hefðbundinn ábyrgðarmannasjóður, en var síðar breytt í stofnfjársjóð. Með breytingu á lögum árið 2001 var heimilað að sparisjóðir gætu breytt rekstrarformi sínu í hlutafélag og á aðalfundi 2002 var samþykkt heimild til stjórnar um að hefja undirbúning að breytingu á rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag. Þau áform gengu ekki eftir vegna lagalegrar óvissu sem skapaðist í kjölfar yfirtökutilraunar á sparisjóðinum.  Árið 2007 var SPRON breytt í hlutafélag og var skráð í Kauphöll þann 23. október 2007.

Á árinu 2008 varð alvarlegur lausafjárskortur hjá SPRON í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu. Tilraunir til þess að greiða úr vandanum báru ekki árangur og tók Fjármálaeftirlitið þá ákvörðun um að yfirtaka vald hluthafafundar og skipa skilanefnd yfir bankann, laugardaginn 21. mars 2009. Eftirfarandi aðilar voru skipaðir í skilanefndina:

Hlynur Jónsson, hdl., formaður
Davíð Arnar Einarsson, löggiltur endurskoðandi
Feldís Lilja Óskarsdóttir, hdl.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, löggiltur endurskoðandi
Jóhann Pétursson hdl.

Þann 23. júní 2009 var félaginu síðan skipuð slitastjórn. Í henni eru Hlynur Jónsson, hdl., Jóhann Pétursson, hdl. og Hildur Sólveig Pétursdóttir, hrl.

Creditors´ secure website