Skilanefnd / bráðabirgðastjórn

Þann 21. mars sl. vék Fjármálaeftirlitið stjórn SPRON frá og skipaði skilanefnd yfir bankann. Um leið fól Fjármálaeftirlitið Nýja Kaupþing Banka hf. að annast innlánsskuldbindingar bankans skv. nánari lýsingu, sjá hér. Með lögum nr. 44/2009 um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var skilanefnd breytt í bráðabirgðastjórn, sem hefur sömu hlutverkum að gegna og skilanefnd.

Slitastjórn

Í júní sl. rann skeið bráðabirgðastjórnar á enda, í samræmi við 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þann 23. júní sl. féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á beiðni bráðabirgðastjórnar SPRON um skipun slitastjórnar. Hlutverk slitastjórnar er að gæta hagsmuna kröfuhafa SPRON með því að gæta að eignum félagsins og hámarka verðmæti þeirra, og annast m.a. innköllun til kröfuhafa í samræmi við 2. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Laglegur fyrirvari

Upplýsingar þær sem koma fram á heimasíðunni, t.d. um kjör, skilmála og skilyrði lána, geta breyst án fyrirvara. Hafi slíkar breytingar komið til framkvæmda ber slitastjórn ekki ábyrgð á því ef breytingar hafi ekki verið uppfærðar á heimsíðunni, þó leitast sé við að það sé gert jafnóðum.

Slitastjórn SPRON byggir upplýsingarnar á heimasíðunni m.a. á heimildum sem slitastjórn telur áreiðanlegar. Ekki er hægt að ábyrgjast að upplýsingar frá aðilum utan bankans séu alltaf réttar.

Skriflegt samþykki slitastjórnar þarf til að endurbirta upplýsingar sem koma fram á heimasíðunni, dreifa þeim eða afrita, og skiptir þá ekki máli í hvaða tilgangi það er gert.

Creditors´ secure website